Öll skordýr munu útheimta leyfi

Próteinstönginn Jungle Bar.
Próteinstönginn Jungle Bar.

Engin skordýr né afurðir úr skordýrum hafa verið leyfð á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og -ráðsins um nýfæði en Belgía, Holland og Bretland hafa túlkað hana þannig að hún gildi ekki um markaðssetningu á heilum skordýrum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun, en tilefnið er yfirlýsing framleiðenda próteinstangarinnar Jungle Bar, sem hafa sakað starfsmann MAST um að segja ósatt.

Frétt mbl.is: „Starfsmaður MAST segir ósatt“

„Það er á ábyrgð hvers matvælaframleiðenda að tryggja að vörur sem hann framleiðir séu í samræmi við lög og reglur sem gilda í hverju landi. Framleiðendur Jungle Bar á Íslandi voru upplýstir um fyrirhugaða innleiðingu á nýfæðisreglum Evrópusambandsins og að markaðsetning vörunnar yrði ekki heimil samkvæmt þeim,“ segir í tilkynningu MAST.

Þar er einnig bent á að ný reglugerð um nýfæði, sem þegar hefur verið innleidd í ríkjum ESB, taki af allan vafa um að öll skordýr, heil eða unnin, falli undir reglugerðina. „Þegar hún tekur gildi að fullu, sem verður í byrjun janúar 2018, þá munu öll skordýr sem eru á neytendamarkaði í ESB þurfa leyfi samkvæmt reglugerð um nýfæði.“

Frétt mbl.is: Munur á heilum og unnum skordýrum

Þá segir í tilkynningunni að „niðurstaða stofnunarinnar í því máli sem hér er til umræðu er sú að markaðssetning umræddrar próteinstangar sé ekki heimil samkvæmt íslenskri löggjöf og að vandað hafi verið til vinnu þeirra sérfræðinga sem að málinu hafa komið.“

Tilkynning MAST.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert