Rekstur sveitarfélaga betri

Rekstur sveitarfélaga er að komast í betra horf.
Rekstur sveitarfélaga er að komast í betra horf. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Rekstrarniðurstaða A-hluta fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2016 er í heildina tekið ívið betri en kom fram í fjárhagsáætlunum þeirra fyrir árið 2015.

Afkoma sveitarfélaga á svonefndu vaxtarsvæði, þ.e. sveitarfélög frá og með Borgarbyggð, suður um Reykjanes og til og með sveitarfélaginu Árborg, Akureyrarkaupstaður, Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð, er þó heldur lakari en á árinu 2015.

Þetta kemur fram í skýrslu Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir árið 2016. Í henni segir ennfremur að launakostnaður sveitarfélaga hafi hækkað verulega og þrátt fyrir að hækkandi útsvarstekjur komi á móti og hagrætt sé í rekstri þeirra eftir föngum þá sé misjafnt milli sveitarfélaga hvernig niðurstaðan lítur út.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert