Þrautseigja og framsýni í verkum

Frá vinstri: Halldór Ólafsson og Elsa Haraldsdóttir frá Iðnaðarmannafélagi Reykavíkur, …
Frá vinstri: Halldór Ólafsson og Elsa Haraldsdóttir frá Iðnaðarmannafélagi Reykavíkur, Hjalti Einarsson, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Guðmundur Eggertsson sem er heiðursfélagi í iðnaðarmannafélaginu. mbl.is/Árni Sæberg

Hjalti Einarsson vélvirki var valinn heiðursiðnaðarmaður ársins 2016 á nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík um helgina.

Þar var 24 nýsveinum úr fjórtán löggiltum iðn- og verkgreinum frá sex verkmenntaskólum veitt viðurkenning fyrir afburðaárangur í sinni iðngrein á sveinsprófi.

„Það er okkur öllum hvatning þegar menn byrja smátt og sýna þrautseigju í verkefnum sínum og framsýni. Hjalti er vel að þessari viðurkenningu kominn en hann er öðrum iðnaðarmönnum fyrirmynd í störfum sínum,“ sagði Halldór Ólafsson, varaformaður Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur, um viðurkenninguna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert