Umfangsmiklar makrílrannsóknir

Makríll.
Makríll.

Rannsóknir á makríl verða umfangsmiklar í ár. Fyrir nokkru er hafinn svokallaður eggjaleiðangur Evrópusambandsþjóða í Biscayaflóa, en makríllinn byrjar hrygningu þar í janúarmánuði.

Í júlí verður togleiðangur Íslendinga, Norðmanna, Færeyinga og Grænlendinga á norðurslóðum og loks má nefna að Norðmenn hafa lagt áherslu á rannsóknir með merkingum á makríl sem Íslendingar eru þátttakendur í.

Í fréttaskýringu um þessar rannsóknir í Morgunblaðinu í dag segir að niðurstöður þeirra og fleiri verða lagðar til grundvallar að ráðgjöf ICES, Alþjóða hafrannsóknaráðsins, fyrir fiskveiðiárið 2017.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert