Vænta svara á morgun

Stjórnendur Landsbankans vænta svara á morgun.
Stjórnendur Landsbankans vænta svara á morgun. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

„Við sölu á hlut sínum í Borgun hafði Landsbankinn enga vitneskju um að Borgun ætti yfirhöfuð rétt til greiðslna vegna valréttar í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe, kæmi til þess að hann yrði virkjaður,“ segir í tilkynningu frá Landsbankanum en tilefnið er yfirlýsing Borgunar sem send var fjölmiðlum í dag.

Frétt mbl.is: Landsbankinn hafði allar upplýsingar um Borgun

Landsbankanum hafa ekki borist svör við skriflegri fyrirspurn þar sem óskað var eftir skýrum svörum um það hvort upplýsingar hefðu legið fyrir hjá félaginu eða stjórnendum þess um að Borgun kynni að eiga rétt til greiðslna á grundvelli umrædds valréttar.

Þá segir í tilkynningunni frá bankanum að spurningum bankans sé ekki svarað í yfirlýsingu Borgunar frá því í dag.

„Engin svör hafa borist beint til Landsbankans en bankinn væntir þess að þau berist á morgun, þriðjudaginn 9. febrúar, líkt og óskað var eftir,“ segir í tilkynningunni.

Hér má sjá fyrirspurn Landsbankans í heild. Hún er stíluð …
Hér má sjá fyrirspurn Landsbankans í heild. Hún er stíluð á Erlend Magnússon, stjórnarformann Borgunar, og Hauk Oddsson, forstjóra, og undirrituð af Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans. Fyrirspurnin er dagsett 5. febrúar 2016.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert