Fleiri fái aðild að samningnum

Frá fundinum í morgun.
Frá fundinum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meðal þess sem rætt var á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins sem fram fór í tónleika- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í dag var fyrirhugaður fríverslunarsamningur Evrópusambandsins og Bandaríkjanna.

Fram kom í máli Jørns Dohrmann, þingmanns Danska þjóðarflokksins á Evrópuþinginu og annars formanns nefndarinnar, að vilji væri fyrir því af hálfu Evrópusambandsins að fleiri ríki gætu fengið aðild að samningnum þegar endanlega hefði verið gengið frá honum.

Spurður hvenær gera mætti ráð fyrir að samningaviðræðurnar yrðu kláraðar sagði Dohrmann að það væri ekki víst.

Frétt mbl.is: Fleiri ríki fái aðild að samningnum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert