„Þráðurinn er rofinn“

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert

„Við erum komin á byrjunarreit í aðildarviðræðum við EU. Ef þjóðin í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu ákveður að fara í aðildarviðræður, þá þýðir það að við erum algerlega komin á upphafsreit. Þráðurinn er rofinn.“

Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni í dag en hún sat í dag fund sameiginlegrar þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins sem stendur yfir í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík. Segist hún loksins hafa fengið „algerlega afgerandi svör“ varðandi umsóknarferlið að Evrópusambandinu.

Frétt mbl.is: Samstaða gegn Rússum mikilvæg

„Mér finnst alveg magnað að framkvæmdavaldinu hafi tekist að sniðganga þingræðið án meiri viðnámi og að viðkomandi ráðherra sem svo gerði sitji enn í valdastól. Óskiljanlegt af hverju ekki var staðið við það loforð ríkisstjórnarflokkanna fyrir síðustu kosningar að kanna vilja þjóðarinnar áður en svo afgerandi skref voru tekin.“

Sit á fundi sameiginlegar nefndar hérlendra þingmanna og þingmanna frá EU sem var sett á þegar aðildarviðræður voru á...

Posted by Birgitta Jónsdóttir on Tuesday, February 9, 2016
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert