Lokað á Breiðamerkursandi

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi.
Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. mbl.is/Rax

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar reiknar með vaxandi snjókomu suðaustanlands og víða bleytusnjó sem aftur veldur hálku á vegum. „Einkum á þetta við um þjóðveginn frá Vík og austur fyrir Höfn. Austan strekkingur og því nokkuð blint á köflum þegar líður á daginn,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Lokað er á Breiðamerkursandi.

Hálkublettir eru á Sandsskeiði og í Þrengslum en Hringvegurinn er auður á Suðurlandi en nokkur hálka er þar á öðrum vegum.

Hálka er á Vesturlandi og Vestfjörðum en sumstaðar er snjóþekja og skafrenningur.

Það éljar eða snjóar á Norðurlandi og þar er snjóþekja eða hálka víðast hvar. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Öxnadalsheiði.

Á  Austurlandi er ófært á Fjarðarheiði og Vatnsskarði eystra, annars er snjóþekja og hálka víða á vegum og snjókoma. Þæfingur er á Hróarstunguvegi.

Með ströndinni suðaustanlands er hálka, snjóþekja, snjókoma, þæfingsfærð og stórhríð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert