Neitar sök í stóru fjársvikamáli

Einar Ágústsson mætir í dómsal í dag.
Einar Ágústsson mætir í dómsal í dag. Mbl.is/Styrmir Kári

Einar Ágústsson, sem ákærður er fyrir fjársvik upp á rúmlega 74 milljónir, skjalafals og brot á lögum um gjaldeyrismál lýsti sig saklausan af öllum ákæruliðum við þingfestingu málsins í dag. Lýsti hann bæði yfir persónulegu sakleysi sem og sakleysi vegna félagsins Skaj­aquoda ehf. sem maðurinn var í forsvari fyrir.

Þá hafnaði Einar bótakröfum sem höfðu verið lagðar fram í málinu sem einkaréttarkröfur, en einstaklingar og félag höfðu greitt honum 74 milljónir í þeirri trú að um fjárfestingasjóð væri að ræða. Í ákæru saksóknara kemur aftur á móti fram að ekkert bendi til að svo sé og að telja megi fjármunina glataða.

Frétt mbl.is: Kærður fyrir 74 milljóna fjársvik

Málinu var svo frestað um 6 vikur, en verjandi Einars hefur þann tímaramma til að skila inn greinargerð í málinu.

Gögn málsins samtals 3 þúsund blaðsíður

Málinu fylgir gríðarlegt magn gagna, en saksóknari lagði fram átta skjalamöppur, þar af eina með rafrænum gögnum á geisladiskum. Sagði verjandi við þingfestinguna að honum skildist að gögnin væru um 3 þúsund blaðsíður.

Það er því ljóst að málið er mjög umfangsmikið, en ákærði er í mál­inu er sagður hafa sent brotaþolum reglu­lega upp­lýs­ing­ar um góða ávöxt­un fjár­mun­anna. Gerði hann það meðal annars með að senda þeim mánaðarleg yf­ir­lit þess efn­is. Þá bjó Einar einnig til „frétta­bréf“ sem var stílað á „sjóðsfé­laga“ á ár­inu 2012, en þar var fjallað um sjóðinn og starf­semi hans. Í loka­bréf­inu var fjallað um slit sjóðsins. Seg­ir í ákær­unni að telja megi fé brotaþola með öllu glatað.

Í gjald­eyr­is­hluta ákær­unn­ar er maður­inn ákærður fyr­ir að hafa milli­fært sam­tals 220 millj­ó­ir króna frá októ­ber 2011 til júlí 2013 á reikn­inga fé­lag­anna Skaj­aquoda Group inc, Skaj­aquoda capital LLC eða Likenia inc. í Banda­ríkj­un­um. Voru fjár­mun­irn­ir tekn­ir af reikn­ingi tveggja íslenskra fé­laga sem Einar stýrði. Á bak við greiðslurn­ar voru ekki kaup á vöru, þjón­ustu eða öðru sem lög um gjald­eyr­is­mál heim­ila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert