Í sérkennslu vegna kvíða

Tæpur þriðjungur íslenskra grunnskólabarna nýtur sérkennslu af einhverju tagi. Það …
Tæpur þriðjungur íslenskra grunnskólabarna nýtur sérkennslu af einhverju tagi. Það segir þó ekki alla söguna, því inni í því er ýmiss konar tímabundinn stuðningur og aðstoð vegna andlegra veikinda eins og kvíða. mbl.is/ÞÖK

Námserfiðleikar eru ekki eina ástæðan fyrir því að rúm 28% grunnskólanemenda eru í sérkennslu.

Ástæðurnar eru margvíslegar og meðal þeirra eru andlegir erfiðleikar eins og kvíði, þunglyndi og samskiptaerfiðleikar. Þetta segir Sædís Ósk Harðardóttir, formaður Félags íslenskra sérkennara, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Áætlað er að sérkennsla í grunnskólum Reykjavíkurborgar kosti rúmlega 1,685 milljarða króna á yfirstandandi skólaári. Jóhanna Thelma Einarsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir að með tilliti til þessa háa kostnaðar væri fyllsta ástæða til að gera úttekt á árangri sérkennslu. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir þetta háa hlutfall sérkennslunemenda til marks um að núverandi skólastefna virki ekki sem skyldi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert