„Góður taktur í samtalinu“

Meirihlutaviðræðum verður haldið áfram um helgina.
Meirihlutaviðræðum verður haldið áfram um helgina. Sigurður Bogi Sævarsson

Meirihlutaviðræður Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í Borgarbyggð kláruðust ekki í kvöld.  Björn Bjarki Þor­steins­son, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins og for­seti sveit­arstjórn­ar, segir að þeim verði áframhaldið um helgina. „Það eru engin frekari tíðindi. Við erum að máta okkur saman. Við ætlum að þreifa okkur áfram um helgina. Það er góður taktur í samtalinu,“ segir Björn Bjarki.  

Eins og fram kom á mbl.is fyrr dag slitnaði upp úr meirihluta samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vegna hagræðingaraðgerða í skólamálum á Hvanneyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert