Suðvesturlandið snævi þakið

Myndin er tekin af gervitungli bandarísku geimferða- og jarðfræðistofnanna og …
Myndin er tekin af gervitungli bandarísku geimferða- og jarðfræðistofnanna og unnin af Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Jarðvísindastofnunar. mynd/ LANDSAT-8

Þessi gervatunglamynd var tekin snemma í dag af LANDSAT-8 og sýnir snjóhuluna yfir Suðvesturlandi. Þingvallavatn hefur laggst undir ís að mestu líkt og flest önnur vötn. Þá sést að talsvert minni snjór hefur safnast á Kjalarnes og Melasveit en aðra hluta SV-hornsins.

LANDSAT-8 gervitunglið er hið áttunda í röð samskonar gervitungla sem hafa verið á sporbaug um jörðu síðan 1972. Þau veita því talsvert langa tímaröð af myndum þar sem hægt er að greina náttúru- og umhverfisbreytingar.

Fjölrófsskanni um borð í gervihnöttnum mælir blátt, grænt, rautt, nærinnrautt og miðrautt ljós og hitageislun frá jörðinni sem vísindamenn nota til þess að greina margvísleg fyrirbæri.

Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Jarðvísindastofnunar vinnur myndirnar í sínum störfum en myndin sem sjá má hér að ofan er sk. falslitamynd, blanda af miðinnrauðu, nærinnrauðu og rauðu ljósi. Með því útilokast að mestu áhrif lofthjúpsins á myndina og auðvelt er að greina ský frá snjó.

Með annarri blöndu af ljósmælingum má fá greina t.d. gróðurmagn eða hitastig á jörðu til þess að fylgja eftir breytingum á hverasvæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert