Greining er oft skilvirkari hér

Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítalanum.
Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítalanum. mbl.is/Golli

Stöðugt er unnið að því að fá fleiri krabbameinslækna til starfa á Landspítalanum, að sögn Gunnars Bjarna Ragnarssonar, yfirlæknis lyflækninga krabbameina. Hann er smám saman að snúa aftur til starfa eftir veikindaleyfi.

Níu sérfræðingar í krabbameinslækningum eru starfandi við Landspítalann. Þeir eru ekki allir í fullum stöðum og hefur sérfræðingum í krabbameinslækningum fækkað talsvert á síðustu árum.

Spítalinn hefur reynt að mæta fækkun krabbameinslækna með ýmsu móti, m.a. með því að auka samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir og sérgreinar læknisfræðinnar. Álagið hefur samt verið mikið, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert