Hátt í 400 markþjálfar á Íslandi

Fyrirtæki fá markþjálfa fyrir starfsfólk sitt í auknum mæli
Fyrirtæki fá markþjálfa fyrir starfsfólk sitt í auknum mæli mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hátt í 400 manns hafa útskrifast sem markþjálfar hér á landi úr þremur skólum.

Aðferðafræði markþjálfunar byggist á krefjandi spurningum sem markþjálfinn spyr viðskiptavininn og stefnt er að því að viðskiptavinurinn nái markmiðum sínum.

Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, mannauðsráðgjafi og ACC-ráðgjafi, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að fáir hafi markþjálfun að aðalstarfi hér á landi en nokkur fyrirtæki hafi lagt áherslu á að mennta starfsfólk sitt sem markþjálfa og þá sér í lagi mannauðsstjóra í fyrirtækjunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert