Varað við stormi á morgun

Vindaspáin á landinu klukkan 11 á morgun.
Vindaspáin á landinu klukkan 11 á morgun. mynd/Veðurstofa Íslands

Búist er við stormi á Suður- og Vesturlandi á morgun og talsverðri eða mikill i úrkomu suðaustanlands. Þetta kemur fram í viðvörun sem Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér.

Veðurstofan spáir hægri austlægri eða breytilegri átt í dag og smá éljum austanlands en annars yfirleitt bjartviðri.

Suðaustan 10-18 m/s og snjókoma eða slydda suðvestan- og vestanlands upp úr miðnætti en 15-23 og rigning eða slydda seint í nótt. Lægir mikið vestantil á landinu undir kvöld á morgun og fer yfir í snjókomu.

Gengur í suðaustan 15-23 á austanverðu landinu í fyrramálið. Snjókoma eða slydda með köflum norðaustan- og austanlands en mikil rigning suðaustantil.

Frost 1 til 10 stig, kaldast á N-landi, en frostlaust með S- og V-ströndinni í dag. Hiti 0 til 5 stig á morgun. Frystir vestanlands annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert