Þýðir Njálu á indverska tungu

Gísli Sigurðsson prófessor með skinnhandrit í Árnagarði.
Gísli Sigurðsson prófessor með skinnhandrit í Árnagarði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Indverskur fræðimaður, Shrikrishna D. Pandit, sem býr í borginni Thane í vesturhluta Indlands, vinnur um þessar mundir að þýðingu Njálssögu á Marathi, eitt af merkustu tungumálum Indlands með samfellda bókmenntasögu aftur til miðalda, rétt eins og íslensku fornsögurnar.

Pandit setti sig á síðasta ári í samband við starfsfólk Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og óskaði liðsinnis. Indverjanum voru útveguð gögn og skýringartextar ýmiss konar og er hann nú kominn vel af stað með verkefni sitt.

Indlandserindið er eitt margra af svipuðum toga sem sérfræðingar á sviði miðaldabókmennta og fornra rita sinna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka