Spurði um framhaldskóladeild á Vopnafirði

Bjarkey Gunnarsdóttir
Bjarkey Gunnarsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um framhaldsskóladeild á Vopnafirði. Er fyrirspurninni beint til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra.

Spyr Bjarkey hvort að ráðherrann ætli að beita sér fyrir því að staðið verði við áform um að opna fram­haldsskóladeild frá Fram­haldsskólanum á Laugum á Vopnafirði haustið 2016 og hvort lagt verði fram nauðsynlegt fé til stofnunar og rekstrar starfseminnar. Þá spyr hún hversu lengi er stefnt að því að starfrækja deildina, verð hún opnuð.

Spyr Bjarkey einnig hvaða áhrif starfsemi deildarinnar hefði á fjölda nemendaígilda Fram­haldsskólans á Laugum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert