Ná á fiskibátnum Jóni Hákoni BA upp af hafsbotni eins fljótt og auðið er, að sögn Jóns Arilíusar Ingólfssonar, rannsóknarstjóra sjóslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa.
Rannsóknarnefndin hefur forgöngu um björgun bátsins. Unnið verður að henni í samstarfi við Landhelgisgæsluna og íslensk björgunarfyrirtæki, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Jón Arilíus sagði að vonast hefði verið til þess að það tækist að ná bátnum af hafsbotni upp úr áramótunum ef veðrið leyfði. Panta þurfti sérstakan búnað til landsins vegna verkefnisins og er nú farið að styttast í að hann komi.