Laumaði sér í heiminn

Helgi, Jón og Haraldur Svavarssynir.
Helgi, Jón og Haraldur Svavarssynir. Ásdís Ásgeirsdóttir

Þegar Sigríður Guðrún Jónsdóttir hafði alið tvo syni 5. apríl 1975 yfirgaf læknirinn svæðið. Ljósmóðirin, sem hafði nýlokið námi, varð hins vegar eftir á stofunni. Eins gott því þriðji bróðirinn kom skömmu síðar í heiminn. Öllum á óvörum.

„Sónartæknin þá var ekkert spes,“ útskýrir laumufarþeginn, Helgi Svavarsson, en bræður hans Jón og Haraldur komu á undan. „Svo kem ég síðastur sem enginn vissi af,“ segir Helgi. Jón og Helgi eru eineggja en Haraldur ekki.

Þegar bræðurnir Trausti Freyr og Pálmi Snær Sveinssynir byrjuðu í nýjum skóla voru þeir spurðir hvort þeir væru tvíburar. „Nei,“ svöruðu þeir ákveðnir. „Við erum þríburar!“ Það voru engar ýkjur, þeir eiga þriðja bróðurinn sem fæddist sama dag, Bjarka Fannar. Trausti Freyr og Pálmi Snær eru eineggja en Bjarki Fannar líkist þeim ekki meira en almennt gengur og gerist með systkini.

Líkurnar á því að eignast þríbura án utanaðkomandi hjálpar eru 1:8000. Hér á landi fæðast að meðaltali þríburar á 1,2 ára fresti. Sum ár fæðast engir en önnur ár eitt sett eða fleiri. Þrennir þríburar fæddust árið 1985 en þá hafði það ekki gerst frá 1880. Með tilkomu tæknifrjóvgana og frjósemislyfja jókst tíðni þríburafæðinga sem náði hámarki 1994 þegar sex þríburafæðingar áttu sér stað.

Nánar er fjallað um málið og rætt við fleiri þríbura í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Bjarki Fannar, Trausti Freyr og Pálmi Snær Sveinssynir.
Bjarki Fannar, Trausti Freyr og Pálmi Snær Sveinssynir. Ásdís Ásgeirsdóttir
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert