Send heim úr leikskóla og mælirinn er fullur

Vegna manneklu varð að senda 12 börn heim úr leikskólanum Hraunborg í Breiðholti í gær og leikskólastjóri leikskólans Sæborgar í Vesturbænum býr forráðamenn barna undir svipaða skerðingu á þjónustu.

Guðný Sigríður Hallgrímsdóttir, leikskólastjóri Hraunborgar, þar sem eru 70 börn og um 20 starfsmenn, segir að vegna veikinda starfsfólks hafi orðið að grípa til þessa úrræðis til þess að geta tryggt öryggi allra barnanna.

„Þetta er ekki nýtt vandamál,“ segir hún í Morgunblaðinu í dag. „Leikskólinn hefur verið sveltur í mörg ár, líka fyrir hrun.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert