Greiðfært á sunnanverðu landinu

Greiðfært er um sunnarvert landið og vegir á Norðurlandi eru …
Greiðfært er um sunnarvert landið og vegir á Norðurlandi eru að mestu auðir. Ljósmynd/Vegagerðin

Vegir eru greiðfærir um sunnanvert landið. Greiðfært er á láglendi á Vesturlandi og Vestfjörðum en hálkublettir eru á nokkrum fjallvegum og víða þoka.

Á Norðurlandi eru vegir að mestu auðir en þó eru hálkublettir á Hófaskarði og Möðrudalsöræfum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 

Eins er að mestu greiðfært á Austurlandi en hálkublettir eru á Fjarðarheiði, Oddskarði og Vatnsskarði eystra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert