Snjóþekja og hálka víða

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Víðast hvar er greiðfært á Suðurlandi en þó er eitthvað um hálku eða hálkubletti samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálka er á Hellisheiði og Þrengslum.

Vestanlands eru vegir að mestu greiðfærir á láglendi en þó er eitthvað um hálku eða hálkublettir. Snjóþekja og éljagangur er á Bröttubrekku og hálka á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum eru hálkublettir eða snjóþekja mjög víða. Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum.  Þæfingsfærð er á Hrafnseyrarheiði. Snjóþekja er norður í Árneshrepp á Ströndum .

Á Norðurlandi eru sumstaðar hálkublettir en hálka er á Öxnadalsheiði. Krapi er á Dettifossvegi. Hálkublettir eru á sumum fjallvegum á Austurlandi. Greiðfært er með Suðausturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert