Stærsta víkingaskipið á leiðinni

Drekinn Haraldur hárfagri er stækkuð útgáfa af Gauksstaðaskipinu sem varðveitt …
Drekinn Haraldur hárfagri er stækkuð útgáfa af Gauksstaðaskipinu sem varðveitt er í Osló og hefur verið mörgum skipasmiðum innblástur. LjósmyndArne Terje Saether

Engir Íslendingar eru í áhöfn víkingaskipsins Drekans Haralds hárfagra, sem er á leiðinni til landsins frá Noregi.

Gunnar Marel Eggertsson, sem smíðaði víkingaskipið Íslending og sigldi til Ameríku á landafundaafmælinu árið 2000, var beðinn að fara með skipinu en hann kom því ekki við. Hann fylgist þó spenntur með úr fjarska, að því er fram kemur í umfjöllun um siglingu þessa í Morgunblaðinu í dag.

Haraldur hárfagri er stærsta víkingaskip sem smíðað hefur verið í seinni tíð. Fyrirmynd þess, eins og Íslendings, er Gauksstaðaskipið sem varðveitt er á safni í Noregi en það er þó mjög stækkuð útgáfa þess.

Hér má fylgjast með leiðangri skipsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert