Fjallvegir sums staðar ófærir

mbl.is/Styrmir Kári

Vegir eru greiðfærir um Suður- og Vesturland samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Vestfjörðum er krapi og éljagangur á Steingrímsfjarðarheiði en hálkublettir og éljagangur á Þröskuldum. Snjóþekja og éljagangur er norður í Árneshrepp.

Á Norðurlandi vestra eru vegir að mestu greiðfærir en hálkublettir eru á Þverárfjalli en snjóþekja og éljagangur er á Siglufjarðarvegi frá Ketilás í Siglufjörð. Á Norðausturlandi er hálka, hálkublettir og eitthvað um éljagang en snjóþekja og éljagangur er með norðausturströndinni. Þungfært og skafrenningur er á Hólasandi. Dettifossvegur er ófær.

Á Austurlandi er snjóþekja, hálkublettir og skafrenningur en hálka og skafrenningur er á Fagradal. Ófært og stórhríð er á Fjarðarheiði og Vatnsskarði eystra og eins er ófært á Öxi og Breiðdalsheiði. Greiðfært er með Suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert