Hlýjast syðst á morgun

Hitaspá kl. 9 í fyrramálið.
Hitaspá kl. 9 í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa spáir norðan og norðvestan 8-13 m/s en 13-18 m/s á annesjum norðaustantil fram á nótt. Snjókomu norðan- og austanlands en annars bjartviðri. Dregur úr vindi og ofankomu með morgninum og léttir síðan smám saman til. Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýjast syðst.

Á laugardag:
Norðaustan og norðan 8-13 m/s og slydda eða rigning N-til, en skýjað með köflum og úrkomulítið sunnan jökla. Hiti 1 til 8 stig, mildast S-til.

Á sunnudag:
Suðvestan 5-10 m/s, en norðaustan 8-13 NV-til fram á kvöld. Dálítil rigning með köflum, en slydda til fjalla. Hiti 1 til 9 stig, mildast V-lands.

Á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Allhvöss og svöl norðanátt með slyddu eða snjókomu, en þurrviðri og mildara syðra.

Úrkomuspá kl. 9 í fyrramálið.
Úrkomuspá kl. 9 í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert