Hlýnar ekki að ráði á næstunni

Þótt það hafi verið nokkuð fallegt veður á suðvestur horninu …
Þótt það hafi verið nokkuð fallegt veður á suðvestur horninu síðustu daga mun væntanlega áfram verða kalt á landinu næstu daga. mbl.is/Styrmir Kári

Enn mun bæta í ofankomuna í kvöld á Norður- og Austurlandi. Sunnan- og vestanlands verður þó bjart og fallegt veður með sólskini, en áfram svalt. Á morgun dregur úr vindi og úrkomu og hlýnar nokkuð fyrir norðan og austan. Ekki er þó að sjá að fari að hlýna að ráði á næstunni og virðist hitinn frekar á niðurleið í næstu viku. Þetta kemur fram í spá Veðurstofunnar.

Hiti á morgun verður 0 til 8 stig yfir daginn, hlýjast sunnanlands. Á laugardag er spá norðaustan átt 8-13 metrum á sekúndu, hægu veðri og úrkomulitlu. Um kvöldið gengur í austan 13 til 18 metra á sekúndu með talsverðri rigningu suðaustanlands. Á sunnudaginn er spáð norðaustan 8 til 15 metrum á sekúndu með dálítilli rigningu eða slyddu víða um land.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert