Svakalegur hvellur og birti til í vélinni

Sturla segir farþegana ekki hafa áttað sig á því að …
Sturla segir farþegana ekki hafa áttað sig á því að flugvélin hefði orðið fyrir eldingu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sturla Þór Jónsson arkitekt var meðal farþega sem voru um borð í vél Icelanda­ir sem varð fyr­ir eld­ingu þegar hún var að koma inn til lend­ing­ar á Heathrow-flug­velli í Lund­ún­um í Bretlandi í gær.

Frétt mbl.is: Eldingu laust niður í flugvél Icelandair

At­vikið hefur vakið töluverða athygli en það náðist á mynd­band á jörðu niðri. „Ég var þarna að horfa á Star Wars og sit niðursokkinn í myndina vinstra megin við vænginn við neyðarútganginn,“ segir Sturla og kveður sín fyrstu viðbrögð hafa verið hvort nýtt hljóðkerfi væri komið í vélina. „Það varð alveg svakalegur hvellur og birti til í vélinni.“ Hann og sessunautur hans hafi síðan litið hvor á annan, enda hafi hvellurinn heyrst vel þrátt fyrir heyrnartólin.

Sturla segir farþegana ekki hafa áttað sig á því að flugvélin hafi orðið fyrir eldingu. „Við litum bara hvert á annað. Það kom enginn tilkynning og það varð ekkert rót á fólki. Það voru allir sallarólegir.“ Einhverjir hafi þó velt því fyrir sér hvort hægt yrði að lenda.

Frétt mbl.is: Búnar til þess að taka við eldingu

Það var svo ekki fyrr en síðar, þegar Sturla var staddur í íslenska sendiráðinu í London og honum var bent á myndband af flugvélinni að verða fyrir eldingu, sem hann hefði áttað sig á því hvað hefði gerst. „Þá dauðbrá manni líka,“  segir hann.

Guðjón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, staðfest­i at­vikið í sam­tali við mbl.is og sagði vél­ina hafi farið í skoðun líkt og alltaf sé gert þegar flug­vél­ar fái í sig eld­ingu, en farþeg­ar­vél­ar séu bún­ar til þess að taka við eld­ingu og losa sig við hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert