Eineygða ljónið Ricardo komið í skjól

Hann hefur ekki átt sjö dagana sæla, ljónið Ricardo. Sömu sögu er að segja um 32 önnur sirkusljón sem voru frelsuð úr fjölleikahúsum í Perú og Kólumbíu og fara nú með flugi beinustu leið til Afríku.

Mbl.is birti frétt um ljónaflutningana í gær. Nú er hægt að sjá myndskeið af dýrunum með þessari frétt.

Zeus, Shakira, Ricar­do  og 30 önn­ur ljón til viðbót­ar eru að fara í ferðalag lífs síns. Ljón­un­um 33 var bjargað úr fjöl­leika­hús­um í Perú og Kól­umb­íu en verða nú flutt til Afr­íku þar sem þau munu eyða því sem eft­ir er ævi sinn­ar í friðlandi.

Í frétt CNN kem­ur fram að þetta séu mestu ljóna­flutn­ing­ar í lofti sem gerðir hafa verið. Flutn­ing­arn­ir eru skipu­lagðir af dýra­vernd­un­ar­sam­tök­un­um Ani­mal Def­end­ers In­ternati­onal. Sam­tök­in hafa unnið með stjórn­völd­um í Perú og Kól­umb­íu að því að banna notk­un villtra dýra í fjöl­leika­sýn­ing­um.

Ljón­in eru mörg hver við slæma heilsu. 

„Þessi ljón hafa gengið í gegn­um hel­víti á jörð og nú eru þau á leið heim í para­dís,“ seg­ir formaður ADI, Jan Crea­mer við CNN. „Þau eru að fara á þann stað sem nátt­úr­an valdi upp­haf­lega sem þeirra heim­kynni á jörðu.“

Ástand ljón­anna var mjög slæmt er þau voru tek­in úr fjöl­leika­hús­un­um. Búið var að fjar­lægja klær margra þeirra og brjóta tenn­ur þeirra. Ljónið Ricar­do er eineygður og annað ljón er nán­ast orðið blint.

24 ljón­um var bjargað úr hús­leit sem gerð var í fjöl­leika­húsi í Perú. Þar voru dýr­in geymd í búr­um inni í vöru­bíl­um. Níu ljón til viðbót­ar komu úr fjöl­leika­húsi í Kól­umb­íu en eig­end­ur þess af­hentu dýr­in af fús­um og frjáls­um vilja.

Dýr­in verða flutt í friðland í Limpopo í Suður-Afr­íku. Friðlandið er í einka­eigu fjöl­skyldu. Þar eru nú þegar sex ljón og tvö tígr­is­dýr en landsvæðið er nægi­lega stórt til að þar geti mun fleiri dýr haldið til.

Ljón­in verða flutt með stórri flutn­inga­vél. Hún mun fyrst sækja dýr­in níu til Kól­umb­íu og svo fara til Perú og sækja hin 24.  Um borð verður teymi sér­fræðinga sem um gæta dýr­anna og fylgj­ast með líðan þeirra á leiðinni til Afr­íku.
Fé til flutn­ings­ins var safnað með hóp­fjár­mögn­un á net­inu. Enn vant­ar upp á að ferðin sé fjár­mögnuð 100%.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert