Ölvaður í ofsaakstri

Lögreglan stöðvar bíla til að athuga með ástand ökumanna. Myndin …
Lögreglan stöðvar bíla til að athuga með ástand ökumanna. Myndin er úr safni. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Í nótt þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ítrekað að hafa afskipti af fólki vegna ölvunar, m.a. vegna hraðaaksturs undir áhrifum. Það sést glöggt á dagbók lögreglunnar en brot úr henni fylgja fréttinni.

Hér á eftir fara brot úr dagbók lögreglu:

Stöð 1 Austurbær-Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes

20:50    Ölvaður maður með vandræði við Hlemm. Maðurinn vistaður í fangageymslu þar til ástand hans verður betra.

01:23    Ölvaður maður handtekinn í Austurstræti. Maðurinn vistaður í fangageymslu sökum ástands.

04:30    Bifreið stöðvuð á Grandavegi. Ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur.

Stöð 2 Hafnarfjörður-Garðbær-Álftanes

 20:46    Ölvuð kona handtekinn við veitingahús í Hafnarfirði. Konan vistuð í fangageymslu þar til ástand hennar verður betra.

 22:10    Afskipti af ökumanni í Hafnarfirði. Ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og aka sviptur ökuréttindum.

Stöð 4 Grafarvogur-Mosfellsbær-Árbær

 18:44    Afskipti höfð af ökumanni í Mosfellsbæ. Ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur og var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.

 22:38    Bifreið stöðvuð eftir hraðamælingu í Ártúnsbrekku 111/80. Ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert