Stefnir í stærsta lottópott ársins

Potturinn í kvöld gæti orðið sá stærsti á árinu.
Potturinn í kvöld gæti orðið sá stærsti á árinu.

Enginn var með allar tölurnar réttar í Lottó útdrætti síðustu viku og verður fyrsti vinningur því fimmfaldur í kvöld. Potturinn var síðast fimmfaldur í febrúar.

„Þá sigraði fólk utan af landi sem var í rómantískri ferði í borginni og keypti sér miða í Happahúsinu,“ segir Inga Huld Sigurðardóttir, markaðsstjóri Íslenskrar getspár.

Potturinn í kvöld stefnir í 47 milljónir. „Potturinn gæti orðið sá stærsti í þessu ári,“ segir Inga Huld.  

Að sögn starfsmanns á skrifstofu Íslenskrar getspár hefur mikið verið hringt í morgun vegna lottóútdráttar kvöldsins, en einnig vegna 1x2 getraunaleikja, en potturinn þar er einnig gríðarstór.   

Inga Huld segir að áskriftarsalan sé alltaf að aukast. „Það er mjög gott fyrir fólk að taka áksrift fyrir sumarfríin svo það missi ekki af vinningi.“

Íslensk getspá hefur nú opnað nýja og endurbætta heimasíðu þar sem viðmótið er aðgengilegra fyrir snjallsíma og spjaldtölvur, svo það ætti að vera lítið mál að lotta, sama hvar maður er staddur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert