Þræðirnir liggja til aflandseyja

Hlutur í NOVA var skráður hjá Novator Telekom Finland.
Hlutur í NOVA var skráður hjá Novator Telekom Finland.

Vísbendingar eru um að verulegt eignarhald í íslenskum fyrirtækjum hafi verið skráð hjá félögum á aflandseyjum á síðustu árum. Dæmi um þetta er hjá einu Novator-félaganna í Lúxemborg.

Fjöldi hluthafa í félögum Novators í Lúxemborg hefur verið skráður á aflandseyjar og hafa margir haft sama heimilisfang á Tortóla. Novator er fjárfestingarfélag undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar.

Átta Novator-félög eru skoðuð í Morgunblaðinu í dag. Meðal þeirra er félagið Novator Telecom Finland. Það var í ársreikningi 2014 skráð fyrir 34,2% hlut í Nova, einu stærsta farsímafyrirtæki landsins.

Fram kom í Morgunblaðinu haustið 2014 að Björgólfur Thor færi fyrir tæplega 96% hlut í Nova í gegnum tvö félög, Novator ehf. og Novator Finland Oy. Síðarnefnda félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í árslok 2014, samkvæmt ársreikningi Novator Telecom Finland.

Breytingar urðu á eignarhaldi Novator Telecom Finland í fyrra. Tvö félög á Bahamaeyjum komu inn sem hluthafar til viðbótar við hluthafa á Tortóla. Báðar eyjar eru flokkaðar sem aflandseyjar.

Síðar urðu breytingar á hluthafahópnum sem fólu í sér að bréf í félaginu fóru í gegnum þrjá fjárfestingarsjóði sem virðast tengjast Björgólfi Thor og viðskiptafélögum hans, Andra Sveinssyni og Birgi Má Ragnarssyni. Sjóðirnir heita The BTB Investment Trust, The Wotan Trust og The Frigg Family Trust.

Fór til félags á Bahamaeyjum

Þá urðu þau tíðindi í rekstri félagsins Novator (Luxembourg) í fyrra að hlutur Björgólfs Thors fór til annars félags, The Winterbotham Trust Company Ltd. á Bahamaeyjum. Enn annað félag með sama heimilisfang tók svo við hlutnum. Sjálfur var Björgólfur Thor skráður til heimilis í Bretlandi en þar er hans lögheimili.

Fjögur af átta Novator-félögunum sem athuguð voru eru hætt starfsemi. Athygli vekur að hluthafar hafa verið skráðir á Tortóla, Panama, Bahamaeyjum og Gíbraltar.

Samkvæmt ársreikningum þriggja Novatorfélaga árið 2014 námu samanlagðar eignir þeirra þá rúmum 6,6 milljörðum króna.

Félagið Novator Holding átti mestar eignir. Það félag hefur verið í eigu margra hluthafa á Tortólaeyju, að því er fram kemur meðal annars í umfjölluninni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert