Andlát: Ragnar Örn Pétursson

Ragnar Örn Pétursson.
Ragnar Örn Pétursson.

Ragnar Örn Pétursson fyrrverandi íþróttafulltrúi Reykjanesbæjar lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 29. apríl eftir skammvinna baráttu við krabbamein.

Ragnar Örn starfaði sem íþróttafulltrúi Reykjanesbæjar í nær 20 ár. Hann var ötull þátttakandi í íþróttastarfi Reykjanesbæjar og var m.a í íþróttaráði Keflavíkur frá 1986-1998 auk þess sem hann var formaður Íþróttabandalags Keflavíkur 1994-1998.

Ragnar Örn var varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Keflavík frá 1990-1994 og starfaði fram til dánardags fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Keflavík og var formaður fulltrúaráðs flokksins.

Ragnar Örn var formaður Starfsmannafélags Suðurnesja í 14 ár frá 1999-2013 og sat þau ár einnig í stjórn BSRB. Ragnar Örn var virkur meðlimur Kiwanis-hreyfingarinnar og gegndi þar fjölmörgum trúnaðarstörfum, þar á meðal var hann umdæmisstjóri hreyfingarinnar á Íslandi og í Færeyjum 2011-12 og sat í Evrópustjórn þann tíma.

Ragnar Örn lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn og tíu barnabörn.

Útför verður frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 4. maí kl. 13.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert