Baráttudegi verkalýðsins fagnað

Fjölmeni tók að vanda þátt í kröfugöngu í Reykjavík í dag í tilefni baráttudags verkalýðsins. Að vanda fór lúðrasveit fyrir göngunni og lék ýmis lög. Gangan hófst klukkan 13:00 á Hlemmi og var gengið fylktu liði niður Laugaveginn að Ingólfstorgi.

Eftir tónlistaratriði hófst útifundur með ávörpum Gylfa Arnbjörnsonar, forseta Alþýðusambands Íslands, og Kristínar Á. Guðmundsdóttur, formanns Sjúkraliðafélags Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert