Hátíðarhöld í tugum sveitarfélaga

Hátíðarhöld fara fram í dag í meira en 30 sveitarfélögum á landinu vegna 1. maí. Þá verða stóru stéttarfélögin í Reykjavík öll með vegleg kaffisamsæti víðsvegar um borgina eftir að útifundinum á Ingólfstorgi líkur. Þetta kemur fram á vefsíðu Alþýðusambands Íslands.

Dagskrá 1. maí hátíðarhaldanna í Reykjavík 2016 hefst klukkan 13:00 þegar safnast verður saman á Hlemmi. Kröfugangan hefst síðan klukkan 13:30 undir hljóðfæraleik lúðrasveitar. Örræður munu verða fluttar á leið göngunnar niður Laugaveginn. 

Kröfugangan endar á Ingólfstorgi þar sem útifundur hefst klukkan 14:10. Sigtryggur Baldursson og Parabólurnar taka á móti göngunni þegar hún kemur inn á torgið. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, flytja ávörp.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um fyrirkomulag hátíðarhaldanna víðs vegar um landið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert