Hafnaði beiðni ákærðu í Aurum-máli

Frá aðalmeðferð Aurum-málsins í héraði árið 2014.
Frá aðalmeðferð Aurum-málsins í héraði árið 2014. mbl.is/Þórður

Héraðsdómur hafnaði í dag beiðni þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Lárusar Welding og Magnúsar Arnar Arngrímssonar, sem ákærðir eru í Aurum-holding málinu, um að fengnir yrðu nýir dómskvaddir matsmenn til að meta virði Aurum á þeim tíma sem málið nær til.

Fyrr á þessu ári hafði sak­sókn­ari í mál­inu óskað eft­ir því að möt und­ir- og yf­ir­mats­manna frá fyrri aðalmeðferð yrðu lögð fyr­ir í mál­inu. Héraðsdóm­ur hafnaði því en Hæstirétt­ur snéri því við.

Í ljósi þeirr­ar niður­stöðu óskuðu verj­end­ur í mál­inu eft­ir því að nýtt mat yrði gert sem heyrði und­ir þetta mál beint, en segja þeir að meðal ann­ars hafi ný gögn komið fram í mál­inu síðan fyrri möt­in voru gerð.

Möt sem þessi gætu skipt tals­verðu máli fyr­ir niður­stöðu máls­ins enda er verðmæti fé­lags­ins Aur­um-hold­ing eitt af lyk­il­atriðum þess.

Lögmenn ákærðu í málinu tóku ekki ákvörðun um hvort niðurstaðan yrði kærð til Hæstaréttar, en dómari frestaði málinu þangað til niðurstaða væri komin í málið. Í næsta þinghaldi verður því annað hvort farið yfir stöðu dómskvaddra matsmanna ef Hæstiréttur snýr niðurstöðu héraðsdóms við eða dagsetning fyrir aðalmeðferð ákveðin.

Aur­um Hold­ing-málið hef­ur verið lengi til meðferðar í dóms­kerf­inu, en upp­haf­lega var ákært í mál­inu í des­em­ber 2012 og það þing­fest í janú­ar 2013. Aðalmeðferð máls­ins fór svo fram á fyrri hluta árs­ins 2014. Voru all­ir sak­born­ing­ar í mál­inu sýknaðir, en Hæstirétt­ur ógilti svo dóm­inn vegna tengsla meðdóm­ara við sak­born­inga í Al Thani-mál­inu svo­kallaða. Þá var sett­um dóm­ara máls­ins, Guðjóni St. Marteins­syni gert að víkja til að gæta óhlut­drægni í mál­inu. Síðan þá hef­ur tals­vert verið tek­ist á um dóm­ara máls­ins sem og mats­skýrsl­ur. Málið hef­ur því verið fyr­ir dóm­stól­um núna í rúm­lega 3 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert