Reykur í Fossvogsskóla

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurfti að reykræsta í Fossvogsskóla.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurfti að reykræsta í Fossvogsskóla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað í Fossvogsskóla um hálfsjöleytið í kvöld eftir að brunavarnarkerfi skólans fór af stað.

Talið er að reykur úr leirbrennsluofni í föndurherbergi hafi sett kerfið af stað en enginn eldur kom upp í skólanum, sem var mannlaus.

Að sögn slökkviliðsins er búið er að reykræsta skólann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert