Stuðlar ekki að jöfnuði

Oddný G. Harðardóttir.
Oddný G. Harðardóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég gagnrýni það að þessi góða staða skuli ekki vera notuð til að auka jöfnuð í samfélaginu, heldur þvert á móti að ýta undir ójöfnuð.“

Þetta segir Oddný G. Harðardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd og fyrrverandi fjármálaráðherra, í Morgublaðinu í dag, þegar leitað er álits á tillögu ríkisstjórnarinnar að fjármálaáætlun ríkisins til næstu fimm ára.

„Áætlunin ber þess merki að þarna eru hægriflokkar að setja fram stefnu sína til fimm ára. Við jafnaðarmenn hefðum haft hana öðruvísi,“ segir Oddný. Hún bætir því við að ef áætlunin verði samþykkt í þessari mynd muni Samfylkingin beita sér fyrir því að hún verði tekin upp eftir næstu kosningar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert