Talinn hafa látist vegna mistaka

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Erlendur karlmaður lést á Landspítalanum um helgina, að því er talið er vegna mistaka starfsfólks.  Á hverju ári koma upp 8 til 12 mál á spítalanum þar sem dauðsföll eða varanlegur skaði hlýst af vegna slíkra mistaka, að því er kom fram í fréttum Stöðvar 2.

Karlmaðurinn, sem var erlendur ferðamaður um fimmtugt, leitaði á bráðamóttökuna eftir að hafa slasast í miðbæ Reykjavíkur. Hann var rifbeinsbrotinn og lagður inn. Daginn eftir lést hann og kom þá í ljós að hann hafði verið með innvortis meiðsli sem heilbrigðisstarfsfólkinu yfirsást, samkvæmt heimildum Stöðvar 2.

Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, staðfesti að alvarlegt atvik hefði komið upp á spítalanum um helgina og að slík atvik væru litin mjög alvarlegum augum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert