Þekkir ekki til fjárhagstengsla Dorritar

Ólafur Ragnar segist ekki þekkja til fjárhagstengsla Dorritar við fjölskyldu …
Ólafur Ragnar segist ekki þekkja til fjárhagstengsla Dorritar við fjölskyldu hennar. Eggert Jóhannesson

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þekkir ekki til fjárhagstengsla  Dorritar Mousaieff eiginkonu sinnar, við foreldra sína eða aðra í fjölskyldu hennar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Örnólfs Thorsson forsetaritara við fyrirspurn mbl.is vegna fréttar Reykjavik Media af  tengslum Dorritar við aflandsfélög og bankareikninga í Sviss í gegnum fjölskyldu sína.

„Í svari [Ólafs Ragnars] til blaðamanns Guardian fyrr í dag kom fram að hann hefði aldrei heyrt um þau atriði sem nefnd voru í fréttinni né hefði hann nú eða nokkru sinni haft vitneskju um fjárhagstengsl konu sinnar við foreldra sína eða aðra í fjölskyldunni; né um áform foreldra hennar að þeim látnum. Hann vissi því ekkert um málið.

Jafnframt áréttaði forseti að hann hefði ávallt verið mjög gagnrýninn á aflandsfélög og skattaskjól, og í áratugi talað fyrir réttlátu og sanngjörnu skattkerfi,“ segir í svari Örnólfs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert