Erlendir miðlar fjalla um Ólaf Ragnar

Ólafur Ragnar Grímsson var í viðtali á CNN sjónvarpsstöðinni.
Ólafur Ragnar Grímsson var í viðtali á CNN sjónvarpsstöðinni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fjallað er um tengsl Dorritar Moussaieff, eiginkonu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands, við aflandsfélög í erlendum miðlum, þar á meðal í netútgáfum Guardian og Südd­euts­he Zeit­ung. Hún hefur tengst minnst fimm bankareikningum í Sviss og að minnsta kosti tveimur aflandsfélögum. Fjölmiðillinn Reykjavík Media greindi frá þessu í gær.

Í skriflegu svari sem mbl.is barst frá forsetaritara í gærkvöldi kom fram að Ólafur Ragnar þekki ekki til fjárhagstengsla eiginkonu sinnar við foreldra hennar eða aðra í fjölskyldu hennar.

„Í svari [Ólafs Ragn­ars] til blaðamanns Guar­di­an fyrr í dag kom fram að hann hefði aldrei heyrt um þau atriði sem nefnd voru í frétt­inni né hefði hann nú eða nokkru sinni haft vitn­eskju um fjár­hag­stengsl konu sinn­ar við for­eldra sína eða aðra í fjöl­skyld­unni; né um áform for­eldra henn­ar að þeim látn­um. Hann vissi því ekk­ert um málið.

Jafn­framt áréttaði for­seti að hann hefði ávallt verið mjög gagn­rýn­inn á af­l­ands­fé­lög og skatta­skjól, og í ára­tugi talað fyr­ir rétt­látu og sann­gjörnu skatt­kerfi,“ sagði í svari forsetaritara.

Ólafur Ragnar neitaði því alfarið í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN að hann, eiginkona hans eða fjölskylda hans tengist aflandsfélögum. „Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði forsetinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert