Ólöf að ljúka lyfjameðferðinni

Ólöf Nordal innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra. mbl.is/Eggert

Lyfjameðferðin sem Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur gengist undir undanförnu hefur borið tilætlaðan árangur og er henni að ljúka. Hún segir meðferðina hafa tekið á en allt hafi gengið að óskum. 

Þetta kemur fram í færslu sem Ólöf skrifar á Facebook. Um miðjan janúar sagði hún frá því að hún hefði hafið baráttu við krabbamein á ný og hefði hafið lyfjameðferð í byrjun ársins. 

Ólöf háði erf­iða bar­áttu við krabba­mein árið 2014 en hún tók við emb­ætti inn­an­rík­is­ráð­herra í lok þess árs. Þá hafði hún sigr­ast á veik­ind­un­um. 

Í Face­book-­færslu sinni sagði Ólöf að við reglu­bundið eft­ir­lit í lok síð­asta árs hafi komið í ljós að hækkun hafði orðið á æxlis­vísum í blóði og við nán­ari skoðun hafi smá­vægi­legar breyt­ingar í kvið­ar­holi komið í ljós sem nauð­syn­legt var að bregð­ast við. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert