Úrslitaþjónusta Textavarpsins hætt

Tilraunaútsending á textavarpi RÚV.
Tilraunaútsending á textavarpi RÚV.

Síður 390 og 391 á Textavarpi RÚV eru hættar að veita úrslitaþjónustu frá íþróttaleikjum. Íslenskar getraunir hafa gert breytingar á úrslitaþjónustu sinni sem fyrirtækið hefur haldið úti um áratuga skeið.

Í stað þess að vera með vaktmenn í vinnu alla daga vikunnar allan ársins hring, sem færðu handvirkt inn gang leikja frá íþróttaleikjum, munu Íslenskar getraunir nú kaupa þá þjónustu með rafrænum hætti og birta á vef fyrirtækisins 1X2.is.

Textavarpið gat ekki veitt innsýn í íþróttakappleikinn og birti ekki markaskorara eða önnur helstu tíðindi. Síðurnar birtu bara stöðuna í leikjunum og úrslitin. Flestir íþróttaleikir eru í beinni útsendingu á netinu og einnig í smáforritum í snjallsímum og voru því síðurnar barn síns tíma þó að fjölmargir nýttu sér þjónustuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert