Blá sigurhátíð um allan heim

Guðni Sigurðsson hengdi upp keppnistreyju Leicester og gekk um vinnuna …
Guðni Sigurðsson hengdi upp keppnistreyju Leicester og gekk um vinnuna sína í Nethamri með bláa Leicester-slaufu í tilefni titilsins.

Leicester City vann Englandsmeistaratitilinn í fótbolta á mánudagskvöldið. Afrekið verður eflaust seint leikið eftir, en á síðasta tímabili björguðu Refirnir, eins og liðið er kallað, sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni á ævintýralegan hátt.

Líkurnar á að þeir myndu fagna titlinum í maí voru einn á móti 5.000 að mati enskra veðbanka.

Flestir Íslendingar eiga sér ensk lið til að halda með. Stærstu aðdáendahóparnir fylgja stórveldunum Manchester United, Liverpool og Arsenal en minni liðin eiga sér einnig stuðningsmenn hér á landi, þar á meðal Leicester City. Einn þeirra er Guðni Sigurðsson úr Vestmannaeyjum, en hann byrjaði að halda með Leicester fyrir um 40 árum.

„Ég hreifst af markmönnum í gamla daga og bæði Gordon Banks og Peter Shilton spiluðu með þessu liði. Þá hef ég alltaf stutt lítilmagnann og valdi því lið til að styðja á skjön við alla aðra,“ segir Guðni í umfjöllun um stuðning við Leicester hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert