Hjólað í vinnuna í 14. sinn

Lagt var af stað úr Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í morgun.
Lagt var af stað úr Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í morgun.

Vinnustaðakeppninni Hjólað í vinnuna var hrint af stað í morgun í 14. sinn, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Þau Hafsteinn Pálsson, formaður Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, Illugi Gunnarsson, Mennta- og menningarmálaráðherra, Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni á Íslandi fluttu stutt hvatningarávörp áður en setst var á bak og hjólað af stað ásamt gestum.

Hjólað í vinnuna stendur frá 4.- 24. Maí, en meginmarkmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.

Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu. Auk þess sem fólk er hvatt til að vera duglegt að taka myndir og deila á Instagram með myllumerkinu #hjoladivinnuna, eða á SnapChat undir hjoladivinnuna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert