Kostnaðarsamt viðhald á Toppstöðinni

Í húsinu er enn töluvert mikill búnaður frá því það …
Í húsinu er enn töluvert mikill búnaður frá því það var notað til raforkuframleiðslu. Þar eru nú starfrækt m.a. frumkvöðlasetur og listiðja. mbl.is/Golli

Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar um Elliðaárdalinn leggur til að Borgarsögusafni verði falið að gera húsakönnun á Toppstöðinni, stærsta húsinu í dalnum, til að skilgreina vandlega verndargildi þess.

Starfshópurinn gerir ráð fyrir því að Toppstöðin verði ekki rifin, en segir að gera þurfi nauðsynlegar endurbætur til að starfsemi í húsinu fari fram í öruggu umhverfi. Einkum þarf að tryggja að engin hætta stafi af asbesti, en nóg er af því í húsinu.

Þá leggur starfshópurinn til að haldin verði hugmyndasamkeppni um hvaða starfsemi gæti átt heima í Toppstöðinni og þannig höfðað til áhugasamra fjárfesta, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert