Þing komi saman eftir kosningar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist gera ráð fyrir því að færa þyrfti þann dag sem þing kæmi saman í haust þar til eftir fyrirhugaðar þingkosningar. Þannig kæmi þing ekki saman í byrjun september heldur að kosningunum afstöðnum.

Fjármálaráðherra ítrekaði ennfremur það sem áður hefði komið fram að kosningadagur væri háður því að framgangur yrði í þeim verkefnum sem klára þyrfti. Þetta sagði ráðherrann í svari við fyrirspurn frá Valgerði Bjarnadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar.

Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert