Félag um hús hjónanna í Flórída

Benedikt Sveinsson.
Benedikt Sveinsson.

Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist m.a. aldrei hafa átt fé „á aflandseyjum“.

Frétt mbl.is: Foreldrar Bjarna áttu aflandsfélag

Benedikt segir hús hans og eiginkonu hans í Flórída hafa verið skráð á eignarhaldsfélag á Bresku Jómfrúareyjum að ráðleggingum bandarískra lögmanna, en það hafi ávallt verið talið fram til skatts á Íslandi og aldrei haft neinn rekstur með höndum og engar tekjur.

Yfirlýsingin í heild:

Árið 2000 keyptum við hjónin hús í Floridafylki í Bandaríkjunum. Húsið var skráð á eignarhaldsfélag á Bresku Jómfrúareyjum að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Engar aðrar eignir hafa verið í félaginu.

Félagið hefur ávallt verið talið fram til skatts á Íslandi og en aldrei haft neinn rekstur með höndum og engar tekjur.  Umrætt félag er í slitameðferð og unnið er að því að færa eignarhald á húsinu til Íslands.

Ég hef alla tíð búið á Íslandi og greitt mína skatta hér.  Ég hef ekki átt neitt fé á aflandseyjum.

Benedikt Sveinsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert