Íslenskur karlmaður eignast barn

Henrý Steinn og dóttirin.
Henrý Steinn og dóttirin. Mynd/Henrý Steinn

Henrý Steinn er 19 ára íslenskur karlmaður sem upplifði föðurhlutverkið nokkuð öðruvísi en flestir aðrir feður, en hann gekk sjálfur með barnið og eignaðist dóttur sína þann 13. apríl síðastliðinn. Henrý er transmaður sem hóf nýlega kynleiðréttingu sína. Hann uppgötvaði ekki óléttuna fyrr en eftir að vera byrjaður í ráðgjöf og 1-2 mánuðum áður en hormónameðferðin hófst.

Í viðtali hjá Gay Iceland vefritinu segir Henrý að það hafi ekki verið ætlunin að verða óléttur og að fréttirnar hafi verið ákveðið sjokk. Hann hafi aftur á móti fljótlega séð þetta sem tækifæri til að eignast eigið barn. Segir hann að ráðgjafinn hafi verið mjög hjálpsamur og að sálfræðingur hans hafi hvatt hann til að hugleiða að eignast sjálfur fjölskyldu.

Henrý hefur verið í sambandi með barnsföðurnum, Þóri Leó Péturssyni, síðan á Valentínusardaginn í fyrra, en þeir hafa þekkst í nokkurn tíma. Búa þeir á Ársskógssandi þaðan sem fjölskylda Þóris er frá.

Í viðtalinu er farið yfir fæðinguna og undirbúning hennar. Segir Henrý að ljósmóðirin hafi verið mjög skilningsrík og stutt hann vel. Einu sinni hafi hún notað kvenkynsformerki í samræðum við hann, en það hafi verið þar sem öll hugtök í tengslum við fæðinguna og óléttu séu tengd konum. Segist hann gera sér grein fyrir því að hann sé fyrsti transmaðurinn sem eignast barn hér á landi.

Henrý segir að breytingar á líkama sínum meðan á meðgöngunni stóð hafi verið ákveðin áskorun. Þannig hafi hann ekki viljað vera í óléttukjólum, en frekar verið í stórum bolum og svo óléttubuxum, þó sniðið hafi verið aðeins of kvennlegt að hans mati.

Henrý komst ekki að óléttunni fyrr en eftir að hann …
Henrý komst ekki að óléttunni fyrr en eftir að hann hóf kynleiðréttingarferlið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert