Landvernd efnir til undirskriftasöfnunar til bjargar lífríki Mývatns og Laxár

Skógarkerfill í eyjum og hólmum Mývatns.
Skógarkerfill í eyjum og hólmum Mývatns. mbl.is/Birkir Fanndal Haraldsson

Landvernd hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands að grípa þegar til ráðstafana til að bjarga lífríki Mývatns og Laxár. Þegar þetta er skrifað hafa 1.838 léð málefninu stuðning sinn.

Frétt mbl.is: Skora á stjórnvöld að bjarga lífríki Mývatns

Frétt mbl.is: Þjóðargersemi sem verði að vernda

Veiðifélag Laxár og Krákár ályktaði á dögunum um lífríki Laxár og Mývatns, og sagði m.a. að kúluskíturinn „sem aðeins finnst á einum öðrum stað í heiminum“ væri horfinn og botn Mývatns eins og uppblásinn eyðisandur.

Þá sagði að hrun í hornsílastofninum hefði bitnað illa á urriðanum í Laxá og vatninu, og bakteríugróður farið vaxandi.

„Það sem er verst er að við vit­um mjög lítið hvað er í gangi og þess vegna biðlum við til stjórn­valda,“ var haft eftir Braga Finn­boga­syni, formanni stjórn­ar Veiðifé­lags Laxár og Krákár, í frétt mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert