Veðrið á svipuðu róli

mbl.is/Ómar

Veðrið í dag og á morgun verður með svipuðu móti og hefur verið. Allhvöss norðlæg átt með rigningu eða slyddu um landið norðanvert og snjókomu til fjalla, en lengst af þurrt um landið sunnanvert að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Þó geta komið einhverjir dropar af og til á syðri helmingi landsins. Veðrið gengur síðan smám saman niður á laugardag. Hiti 1 til 5 stig að deginum fyrir norðan en að 10 stigum sunnantil.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert